Arsenal tilkynnti markmanninn

Kepa Arrizabalaga að skrifa undir í dag.
Kepa Arrizabalaga að skrifa undir í dag. Ljósmynd/Arsenal

Arsenal, enska úrvalsdeildarfélagið í knattspyrnu, tilkynnti í dag spænska markmanninn Kepa Arrizabalaga sem nýjan leikmann.

Kepa er 30 ára gamall og gerir þriggja ára samning við Arsenal. Hann kemur til liðsins frá Chelsea en var á láni hjá Bournemouth á síðasta tímabili.

 Hann hefur tvisvar sinnum unnið Meistaradeild Evrópu en í bæði skiptin sem varamarkmaður, 2019/20 með Chelsea og 2023/24 með Real Madrid, en vann Evrópudeildina sem aðalmarkmaður Chelsea tímabilið 2018/19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert