Arsenal vill þrjá leikmenn til að bæta sóknarleikinn

Mikel Arteta vill fá þrjá nýja sóknarmenn inn í liðið.
Mikel Arteta vill fá þrjá nýja sóknarmenn inn í liðið. AFP/Franck Fife

Enska knattspyrnufélagið Arsenal vill bæta við þremur sóknarmönnum til að styrkja karlaliðið fyrir komandi leiktíð.

David Ornstein hjá The Athletic segir frá. Samkvæmt honum er Eberechi Eze, sem var orðaður við Arsenal í gær, ofarlega á lista félagsins en ásamt því væru skytturnar einnig á eftir kantmanni og framherja.

Arsenal hefur verið besta varnarlið ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár en liðið hefur verið í vandræðum með sóknarleikinn, og sérstaklega á síðustu leiktíð. 

Arsenal-liðið skoraði þriðja mest í deildinni en heilum 17 mörkum minna en Englandsmeistarar Liverpool. Þá spiluðu flestir sóknarmenn liðsins undir getu og finnst forráðamönnum Arsenal vera kominn tími á nýjan ferskleika í framlínuna. 

Benjamin Sesko hjá RB Leipzig og Viktor Gyökeres hjá Sporting hafa verið orðaðir við framherjastöðuna. Þá er Rodrygo, kantmaður Real Madrid, efstur á lista í þeirri stöðu en félagið hefur einnig verið orðað við Anthony Gordon, leikmann Newcastle. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert