„Ég vissi að ég væri tilbúinn“

Keith Andrews.
Keith Andrews. Ljósmynd/Brentford

Keith Andrews tók við enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford á dögunum en hann hefur aldrei stýrt liði sem knattspyrnustjóri áður.

Andrews hélt fyrsta blaðamannafund sinn sem nýr knattspyrnustjóri liðsins í dag en hann var í þjálfarateymi Brentford á síðasta tímabili og sá um föst leikatriði.

Ef það hefði verið sagt við þig fyrir nokkrum árum að þú myndir stýra liði í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili, hvernig heldur þú að þú hefðir brugðist við?

„Ég vissi að ég væri tilbúinn að vera knattspyrnustjóri fyrir tveimur eða þremur árum. Ég hefði kannski ekki séð fyrir mér að ég væri í starfi á þessu stigi en ég hef alltaf verið að stefna að þessu,“ sagði Andrews.

 Brentford lenti í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert