United undirbýr nýtt tilboð

Bryan Mbeumo.
Bryan Mbeumo. AFP/Justin Tallis

Manchester United undirbýr nýtt tilboð í sóknarmanninn Bryan Mbeumo sem spilar með Brentford í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Brentford vill 65 milljónir punda fyrir Mbuemo sem skoraði 20 mörk og lagði upp átta á síðasta tímabili í úrvalsdeildinni. 

Phil Giles, yfirmaður knattspyrnumála hjá Brentford, sagði að Mbeumo muni glaður vera áfram hjá Bretford ef liðin komast ekki að samkomulagi og það er ekki ljóst hvort hann fari frá félaginu í sumar.

Tottenham hefur einnig áhuga á honum en Mbuemo er sagður spenntari fyrir United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert