Farinn frá Liverpool

Jarell Quansah fær treyju númer fjögur hjá Leverkusen.
Jarell Quansah fær treyju númer fjögur hjá Leverkusen. Ljósmynd/Bayern Levekusen

Enski miðvörðurinn Jarell Quansah var í dag kynntur til leiks hjá þýska fótboltafélaginu Bayer Leverkusen.

Samningur hans gildir til 2030 og Leverkusen borgaði 35 milljónir punda fyrir hann samkvæmt Sky sports.

Quansah vann EM U21-árs með enska landsliðinu á dögunum en hann hefur spilað með yngri landsliðum Englands og var í hópnum hjá A-landsliðinu þegar England mætti Íslandi og Bosníu í mars.

Hann spilaði 58 leiki með Liverpool, þrettán á þessu tímabili þegar Liverpool vann deildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert