Liverpool hafnaði tilboði

Luis Diaz.
Luis Diaz. AFP/Piero Cruciatti

Englandsmeistarar Liverpool höfnuðu tilboði Þýskalandsmeistara Bayern München í sóknarmann liðsins.

Bayern vildi hinn 28 ára gamla Luis Díaz en Liverpool hafnaði tilboði þeirra og hann er ekki til sölu. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool.

Díaz var í lykilhlutverki hjá Liverpool á síðasta tímabili en hann skoraði þrettán mörk og gaf fimm stoðsendingar.

Þetta er annað tilboðið í Díaz sem Liverpool hafnar en Barcelona reyndi líka að fá hann í júní. Sádiarabíska félagið Al Nassr hefur líka áhuga á að fá hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert