Enski varnarmaðurinn Jarrad Branthwaite hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Everton í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.
Hinn 23 ára gamli Branthwaite var lengi á óskalista Manchester Untied en Everton hafnaði tveimur tilboðum í Englendinginn síðasta sumar.
Branthwaite hefur verið í lykilhlutverki hjá Everton undanfarin tvö tímabil. Hann á að baki 86 leiki fyrir Everton síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2020.
Everton hafnaði í 13. sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en félagið mun leika á nýjum leikvangi á næstu leiktíð.