Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle hefur boðið 55 milljónir punda eða um níu milljarða króna í Svíann Anthony Elanga. Félagaskiptamógúllinn Fabrizio Romano greinir frá þessu.
Elanga, sem er 23 ára, hefur leikið vel með Nottingham Forest undanfarið en hann skoraði sex mörk og lagði 11 til viðbótar í deildinni.
Elanga er uppalinn í Manchester United en hann tók sín fyrstu skref á ferlinum þar áður en hann gekk til liðs við Forest.
Forest hafnaði upprunalega 45 milljóna punda boði í Elanga en Svíinn er ofarlega á óskalista stjóra Newcastle, Eddie Howe.
Newcastle mun leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið hafnaði í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.