Japanski knattspyrnumaðurinn Takehiro Tomiyasu er á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal.
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC, tóku Tomiyasu og Arsenal sameiginlega ákvörðun um að rifta samningi Japanans.
Hinn 26 ára gamli Tomiyasu hefur verið að glíma mikið við meiðsli síðan hann gekk í raðir Arsenal frá Bologna árið 2021.
Tomiyasu spilaði aðeins sex mínútur á síðustu leiktíð en hann þurfti að fara í hnéaðgerð í febrúar.
Hann á að baki 84 leiki fyrir Arsenal í öllum keppnum.