Arsenal riftir samningi leikmannsins

Takehiro Tomiyasu var hjá Arsenal í fjögur tímabil.
Takehiro Tomiyasu var hjá Arsenal í fjögur tímabil. AFP/Adrian Dennis

Japaninn Takehiro Tomiyasu er farinn frá enska knattspyrnufélaginu Arsenal eftir að samningi hans var rift. 

Þetta staðfesti félagið í dag en Tomiyasu er 26 ára varnarmaður sem spilaði 84 leiki fyrir félagið.

Tomiyasu skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í mars í fyrra og átti ár eftir af samningi sínum en Arsenal hefur ákveðið að láta hann fara. 

Tomiyasu gekk í raðir Arsenal frá Bologna á Ítalíu sumarið 2021 og var í miklu hlutverki fyrstu tvö tímabilin. Síðan þá hafa meiðsli sett stórt strik í reikninginn hjá Japananum og hann kom aðeins inn á í einum leik á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert