Brasilíumaðurinn Matheus Cunha mun fá tíuna hjá Manchester United á komandi leiktíð.
Marcus Rashford, sem hefur verið númer tíu undanfarin ár, hefur tilkynnt United að hann vilji yfirgefa félagið í sumar.
Rashford var á láni hjá Aston Villa á seinni hluta nýafstaðins tímabils en hann er ekki í myndinni hjá núverandi stjóra United, Ruben Amorim.
Cunha, sem gekk í raðir United fyrr í sumar, mun því fá tíuna hjá félaginu en hann var einnig númer tíu hjá Wolves.