Fimm leikmenn karlaliðs enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa tilkynnt félaginu að þeir hyggist fara í sumar.
Þetta eru þeir Marcus Rashford, Antony, Alejandro Garnavcho, Jadon Sancho og Tyrell Malacia.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá en samkvæmt honum mun Manchester United ekki kalla leikmennina strax til æfinga og gefa þeim meiri tíma til að ákveða framtíð sína.