Afturelding og Breiðablik skildu jöfn, 2:2, í Bestu deild karla í knattspyrnu í Mosfellsbæ í gær.
Mörk Blika skoruðu þeir Óli Valur Ómarsson og Ásgeir Helgi Orrason en mörk Aftureldingar skoruðu Hrannar Snær Magnússon og Benjamin Stokke.
Ásgeir Helgi og Hrannar Snær heiðruðu minningu Diogo Jota með því að fagna að hætti Portúgalans.
Jota lést ásamt bróður sínum, André Silva, í umferðarslysi á Spáni í fyrradag. Jota lék með Liverpool á Englandi og varð enskur meistari með félaginu á nýafstöðnu tímabili.
Mörkin og svipmyndir úr leiknum má sjá á YouTube-rás Bestu deildarinnar og hér fyrir neðan.