Mohamed Salah, helsta stjarna enska knattspyrnufélagsins Liverpool, minntist liðsfélaga síns Diogo Jota sem lést í bílslysi á Spáni í fyrrakvöld.
Salah og Jota spiluðu saman í fimm ár hjá Liverpool og unnu fjöldann allan af bikurum saman.
„Ég er orðlaus. Þar til í gær hélt ég að það myndi ekkert hræða mig við að fara aftur til Liverpool eftir sumarfrí. Liðsfélagar koma og fara, en ekki á þennan hátt.
Það verður einstaklega erfitt að samþykkja það að Diogo sé farinn. Hugur minn er hjá fjölskyldunni hans, konunni, börnunum og foreldrunum sem misstu um leið tvo syni.
Þeir sem koma Diogo og bróður hans Andre næst þurfa allan þann stuðning sem hægt er að veita, þeim verður aldrei gleymt,“ skrifaði Salah.
Jota og Andre verða jarðsungnir í bænum Gondomar í Portúgal á morgun.