Thomas Partey ákærður fyrir fimm nauðganir

Thomas Partey í leik með Arsenal.
Thomas Partey í leik með Arsenal. AFP/Glyn Kirk

Thomas Partey, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hefur verið ákærður fyrir fimm nauðganir og kynferðislega áreitni af saksóknara í Bretlandi.

Mál Partey hefur vakið mikla athygli á Englandi frá því að enskir fjölmiðlar greindu fyrst frá því að erlendur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefði verið handtekinn vegna kynferðisbrota.

Enskir fjölmiðlar hafa aldrei getað nafngreint hann fyrr en þrátt fyrir það hefur ávallt verið vitað um hvern væri að ræða. 

Partey var hjá Arsenal í fimm ár en samningur hans rann út hjá félaginu í sumar. Hann hélt áfram að spila fyrir félagið í þrjú ár þrátt fyrir rannsóknina sem hófst sumarið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert