Walker áfram í úrvalsdeildinni

Kyle Walker er á leið til Burnley.
Kyle Walker er á leið til Burnley. AFP/Paul Ellis

Enski knattspyrnumaðurinn Kyle Walker, fyrirliði Manchester City til skamms tíma, leikur áfram í úrvalsdeildinni en nýliðar Burnley hafa samið við City um kaup á honum.

Walker var í læknisskoðun hjá Burnley í dag og reiknað er með að hann verði formlega kynntur til leiks hjá félaginu þá og þegar.

Bakvörðurinn reyndi átti eitt ár eftir af samningi sínum við City en hann var í láni hjá AC Milan á síðasta tímabili.

Walker er 35 ára gamall og hefur leikið með Manchester City frá 2017 þar sem hann hann hefur orðið sex sinnum enskur meistari, tvisvar bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari.

Hann á að baki 96 landsleiki fyrir Englands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert