Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur áhuga á hinum 18 ára gamla Ethan Nwaneri, leikmanni Arsenal. Fabrizio Romano greinir frá þessu.
Arsenal er í viðræðum við Nwaneri um nýjan samning en Englendingurinn vill meiri spilatíma með félaginu.
Nwaneri átti sterka innkomu hjá Arsenal á síðasta tímabili en hann skoraði níu mörk og lagði upp tvö til viðbótar í 37 leikjum fyrir félagið.
Nwaneri er sá yngsti í ensku úrvalsdeildinni til að spila leik en hann var aðeins 15 ára og 181 dags gamall þegar hann kom inn á fyrir Arsenal gegn Brentford árið 2022.