Fjölskylda Jota fær laun hans næstu tvö árin

Diogo Jota.
Diogo Jota. AFP/Franck Fife

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool mun borga fjölskyldu Diogo Jota, sem lést í bílslysi síðastliðinn fimmtudag, laun í þau tvö ár sem hann átti eftir af samningi sínum við liðið.

Jota var aðeins 28 ára gamall og lést ásamt 25 ára gamla bróður sínum, André, í slysinu sem gerðist á  Zamora á Spáni.

Hann kom til Liverpool frá Wolves árið 2020 og spilaði 182 leiki með Liverpool, skoraði í þeim 65 mörk og lagði upp 26.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert