Frá Chelsea til Arsenal?

Noni Madueke í leik með Chelsea á HM félagsliða.
Noni Madueke í leik með Chelsea á HM félagsliða. AFP/Juan Mabromata

Enska úrvalsdeildarfélagið í fótboltam Arsenal, er í viðræðum við sóknarmann Chelsea, Noni Madueke.

Madueke er staddur með Chelsea í Bandaríkjunum að keppa á HM félagsliða en samkvæmt félagsskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano hefur hann ekki beðið um að fara frá Chelsea þar sem hann er að einbeita sér að keppninni.

Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, tjáði sig um möguleg félagsskipti hans á blaðamannafundi og sagði að Madueke hefði verið mikilvægur fyrir félagið en hann vill bara leikmenn sem eru glaðir hjá Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert