Halda áfram að styrkja sig

Maxim de Cuyper í leik með belgíska landsliðinu.
Maxim de Cuyper í leik með belgíska landsliðinu. AFP/Nicolas Tucat

Brighton hefur fest kaup á belgíska varnarmanninum Maxim de Cuyper frá Club Brugge.

Brighton greiðir 17,5 milljónir punda fyrir de Cuyper sem skrifar undir fimm ára samning hjá félaginu.

Hinn 24 ára gamli de Cuyper er uppalinn hjá Club Brugge en hann spilaði 54 leiki í öllum leikjum með félaginu á nýafstaðinni leiktíð.

De Cuyper er þriðji varnarmaðurinn sem Brighton kaupir í sumar en félagið hefur einnig fengið til liðs við sig varnarmennina Diego Coppola og Olivier Boscagli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert