Jesus fer til Forest

Igor Jesus í leik með Botafogo á HM félagsliða.
Igor Jesus í leik með Botafogo á HM félagsliða. AFP/Franck Fife

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Igor Jesus er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Nottingham Forest frá Botafogo í heimalandinu.

Jesus skrifar undir fjögurra ára samning við Forest sem lenti í sjöunda sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrra.

Hann byrjaði ferilinn með Coritiba í Brasilíu en hefur einnig spilað með Shabab Al-Ahli Club í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Hann hefur spilað fjóra leiki með brasilíska landsliðinu og skoraði í fyrsta leik sínum gegn Síle í undankeppni HM.

Jesus lék vel með Botafogo á HM félagsliða í sumar. Hann skoraði sigurmark liðsins gegn Evrópumeisturum París SG, 1:0, og skoraði í 2:1-sigri gegn Seattle Sounders.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert