Mikill fjöldi var samankominn í Gondomar í úthverfi Porto í Portúgal í morgun til þess að fylgja knattspyrnumönnunum og bræðrunum Diogo Jota og André Silva til grafar.
Bræðurnir létust í bílslysi aðfaranótt fimmtudagsins 3. júlí við bæinn Cernadilla í Zamora-héraði á Spáni.
Jota var samningsbundinn Englandsmeisturum Liverpool á meðan bróðir hans André lék með Penafiel í portúgölsku B-deildinni.
Jota lék alls 182 leiki fyrir Liverpool og skoraði í þeim 65 mörk, ásamt því að leggja upp önnur 26 og þá lék hann 49 A-landsleiki fyrir Portúgal þar sem hann skoraði 14 mörk.
Liðsfélagar hans frá Liverpool voru á meðal þeirra sem fylgdu honum til grafar ásamt liðsfélögum hans í portúgalska landsliðinu.
Virgil van Dijk og Andy Robertson heiðruðu minningu Jota og André með krönsum með númerum þeirra beggja hjá félagsliðum sínum.
AFP/Filipe Amorim
Bræðurnir bornir til grafar.
AFP/Filipe Amorim
Rúben Neves, besti vinur Jota, ásamt eiginkonu sinni.
AFP/Filipe Amorim
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United og liðsfélagi Jota í landsliðinu, ásamt eiginkonu sinni.
AFP/Filipe Amorim
Julian Ward, yfirmaður tæknimála hjá Liverpool, framkvæmdastjórinn Michael Edwards, James Milner, Ryan Gravenberch og Cody Gakpo.
AFP/Filipe Amorim
Bræðurnir bornir inn í kirkjuna.
AFP
Curtis Jones og Jordan Henderson, fyrrverandi fyrirliði Liverpool.
AFP/Filipe Amorim
Darwin Núnez, leikmaður Liverpool, ásamt eiginkonu sinni.
AFP/Filipe Amorim
Thiago Alcantara, fyrrverandi leikmaður Liverpool, ásamt eiginkonu sinni.
AFP/Filipe Amorim
Fabinho, fyrrverandi leikmaður Liverpool, ásamt eiginkonu sinni.
AFP/Filipe Amorim
Joao Cancelo, liðsfélagi Jota í portúgalska landsliðinu.
AFP/Filipe Amorim
Kistuberarnir voru fyrrverandi liðsfélagar bræðranna.
AFP/Filipe Amorim
Rúben Dias, leikmaður Manchester City og liðsfélagi Jota í landsliðinu.
AFP/Filipe Amorim
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Portúgals.
AFP/Filipe Amorim
Bernardo Silva, fyrirliði Manchester City og liðsfélagi Jota í landsliðinu.
AFP/Filipe Amorim
Alexis Mac Allister og James Milner.
AFP/Filipe Amorim
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool.
AFP/Filipe Amorim