Sóknarmaðurinn kominn til Chelsea

Jamie Gitten.
Jamie Gitten. Ljósmynd/Chelsea

Knattspyrnumaðurinn Jamie Gittens er genginn til liðs við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni frá Dortmund. 

Gittens er 20 ára gamall sóknarmaður og hefur spilað 27 leiki með yngri landsliðum Englands. Hann kom til Dortmund frá akademíu Manchester City árið 2020.

Hann spilaði 107 leiki fyrir Dortmund og skoraði í þeim sautján mörk og lagði upp fjórtán. 

Gittens getur ekki tekið þátt með Chelsea á HM félagsliða þar sem hann hefur þegar keppt með Dortmund á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert