United fær bakvörð

Diego León
Diego León Ljósmynd/Manchester United

Knattspyrnumaðurinn Diego León er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United.

León er aðeins 17 ára gamall vinstri bakvörður en hefur spilað 33 leiki í efstu deild í heimalandi sínu Paragvæ og skorað í þeim fjögur mörk.

United lenti í 15. sæti á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni og fékk 42 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert