Walker kominn í nýtt lið í úrvalsdeildinni

Kyle Walker skrifaði undir hjá Burnley.
Kyle Walker skrifaði undir hjá Burnley. Ljósmynd/Burnley

Enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker skrifaði undir samning við nýliða Burnley í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Walker er 35 ára hægri bakvörður og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Hann hefur spilað 410 leiki í ensku úrvalsdeildinni og 96 leiki með enska landsliðinu.

Hann þekkir knattspyrnustjóra liðsins vel en hann og Scott Parker spiluðu saman með Tottenham og enska landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert