Arsenal var að tilkynna komuna á spænska miðjumanninum Martin Zubimendi frá Real Sociedad
Arsenal greiðir 51 milljón punda fyrir Zubimendi sem skrifar undir fimm ára samning við félagið.
„Þetta er stór stund á ferli mínum. Þetta er skref sem ég var að leita að og vildi taka,“ segir Zubimendi í tilkynningu frá Arsenal.
Zubimendi var í stóru hlutverki hjá Real Sociedad á síðustu leiktíð en hann spilaði 48 leiki á síðustu leiktíð. Þá á hann 19 landsleiki fyrir Spán, skorandi í þeim tvö mörk.
Zubimendi mun fylla í skarð Thomas Partey á miðju Arsenal. Samningur Partey rann út í sumar en hann hefur verið ákærður fyrir fimm nauðganir og kynferðislega áreitni af saksóknara í Bretlandi.
Bæði Real Madrid og Liverpool höfðu áhuga á Zubimendi en hann hafnaði því að fara til Liverpool síðasta sumar.