Svíinn nálgast Arsenal

Allt bendir til þess að Gyökeres sé á leiðinni til …
Allt bendir til þess að Gyökeres sé á leiðinni til Arsenal. AFP/Carlos Costa

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er nálægt því að ganga frá kaupum á sænska framherjanum Viktor Gyökeres.

Samkvæmt félagaskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano er Gyökeres búinn að ná samkomulagi við Arsenal um kaup og kjör.

Gyökeres mun ekki snúa aftur á æfingar hjá Sporting eftir sumarfríið en Svíann langar burt frá félaginu.

Gyökeres hefur farið á kostum með Sporting í Portúgal en hann skoraði 52 mörk og gaf 12 stoðsendingar í öllum keppnum á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert