Vill verða jafn góður og Trent

Trent Alexander-Arnold fór frá Liverpool til Real Madrid í sumar.
Trent Alexander-Arnold fór frá Liverpool til Real Madrid í sumar. AFP/Luke Hales

Maxim De Cuyper, nýr leikmaður Brighton & Hove í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, vill verða eins og Trent Alexander-Arnold, leikmaður Real Madrid.

Trent spilaði með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en skipti í sumar yfir til Real á Spáni. Hann er þekktur fyrir að vera mjög sóknarsinnaður bakvörður og Maxim De Cuyper vill verða jafn mikilvægur fyrir Brighton og Trent var fyrir Liverpool.

Maxim De Cuyper er genginn til liðs við Brighton.
Maxim De Cuyper er genginn til liðs við Brighton. Ljósmynd/Brighton

„Á meðan hann var hjá Liverpool var hann mjög mikilvægur fyrir liðið með frábærar sendingar fram á við. Það er á hærra getustigi en ég er á en ég vil ná því og verða jafn góður og hann var í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði De Cuyper við Sky Sports.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert