Írski knattspyrnumaðurinn Evan Ferguson fer til ítalska félagsins Roma á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Brighton & Hover Albion.
Sky Sports greinir frá þessu en Ferguson er 20 ára gamall framherji sem hefur spilað 80 leiki fyrir Brighton og skorað í þeim sautján mörk og lagt upp sex.
Hann á að fylla í skarð Tammy Abraham sem fór frá Roma til tyrkneska félagsins Besiktas í sumar.
Hann átti frábært tímabil 2022/23 þegar hann var tilnefndur sem besti ungi leikmaður deildarinnar en var á láni hjá West Ham undir lok síðasta tímabils og fékk lítið að spila.
Hann hefur spilað 22 leiki með írska landsliðinu sem Heimir Hallgrímsson þjálfar.
