Ferguson á förum

Evan Ferguson fer til Roma.
Evan Ferguson fer til Roma. AFP/Glyn Kirk

Írski knattspyrnumaðurinn Evan Ferguson fer til ítalska félagsins Roma á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Brighton & Hover Albion.

Sky Sports greinir frá þessu en Ferguson er 20 ára gamall framherji sem hefur spilað 80 leiki fyrir Brighton og skorað í þeim sautján mörk og lagt upp sex.

Hann á að fylla í skarð Tammy Abraham sem fór frá Roma til tyrkneska félagsins Besiktas í sumar.

Hann átti frábært tímabil 2022/23 þegar hann var tilnefndur sem besti ungi leikmaður deildarinnar en var á láni hjá West Ham undir lok síðasta tímabils og fékk lítið að spila.

Hann hefur spilað 22 leiki með írska landsliðinu sem Heimir Hallgrímsson þjálfar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka