Jack Grealish átti frábæran leik fyrir Everton í 2:0-sigri liðsins gegn Brighton í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Þetta var fyrsti sigur Everton á tímabilinu.
Þetta var fyrsti leikur Grealish í byrjunarliði Everton og hann lagði upp fyrsta mark liðsins á nýja leikvangi Everton sem Iliman Ndiaye skoraði á 23. mínútu.
Grealish lagði upp seinna mark Everton á 53. mínútu þegar hann sendi boltann út á James Garner sem þrumaði honum í netið fyrir utan teiginn
Brighton fékk gullið tækifæri til að minnka muninn á 77. mínútu þegar liðið fékk vítaspyrnu. Danny Welbeck steig á punktinn en Jordan Pickford varði frá honum og leikurinn endaði 2:0.
Crystal Palace og Nottingham Forest gerðu 1:1-jafntefli í London í dag.
Ismaila Sarr kom Palace yfir á 37. mínútu og staðan var 1:0 í hálfleik en Callum Hudson-Odoi jafnaði metin á 57. mínútu.