Karlalið Everton í knattspyrnu hélt uppteknum hætti þegar það spilaði sinn fyrsta keppnisleik á nýjum heimavelli sínum, Hill Dickinson-leikvanginum, og Jordan Pickford varði vítaspyrnu í 2:0-sigri á Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni.
Svo vill nefnilega til að markvörður Everton hefur varið fyrstu vítaspyrnuna sem liðið hefur fengið á sig á öllum þremur heimavöllum þess í sögunni.
Þannig varði markvörður Everton fyrstu vítaspyrnuna sem liðið fékk á sig á Anfield árið 1891, sömuleiðis á Goodison Park tveimur árum síðar og nú á Hill Dickinson um liðna helgi.
Everton goalkeepers have saved the first penalties we faced at each of our three home grounds. 🧤
— Everton (@Everton) August 25, 2025
⛔️ Anfield v Sheffield Utd, December 1891
⛔️ Goodison Park v Darwen, October 1893
⛔️ Hill Dickinson Stadium v Brighton, August 2025 pic.twitter.com/POr3TcdYno
