Everton viðhélt merkilegri hefð

Jordan Pickford varði vítaspyrnu á sunnudag.
Jordan Pickford varði vítaspyrnu á sunnudag. AFP

Karlalið Everton í knattspyrnu hélt uppteknum hætti þegar það spilaði sinn fyrsta keppnisleik á nýjum heimavelli sínum, Hill Dickinson-leikvanginum, og Jordan Pickford varði vítaspyrnu í 2:0-sigri á Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni.

Svo vill nefnilega til að markvörður Everton hefur varið fyrstu vítaspyrnuna sem liðið hefur fengið á sig á öllum þremur heimavöllum þess í sögunni.

Þannig varði markvörður Everton fyrstu vítaspyrnuna sem liðið fékk á sig á Anfield árið 1891, sömuleiðis á Goodison Park tveimur árum síðar og nú á Hill Dickinson um liðna helgi.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert