Orðlausir yfir uppátæki framherja Liverpool

Hugo Ekitiké er kominn í bann fyrir þessa aðgerð.
Hugo Ekitiké er kominn í bann fyrir þessa aðgerð. AFP/Paul Ellis

Hugo Ekitiké var hetja Liverpool er liðið sigraði Southampton úr B-deildinni, 2:1, á heimavelli í 3. umferð enska deildabikarsins í fótbolta í kvöld.

Sigurmarkið kom á 85. mínútu og var Frakkinn svo spenntur að hann reif sig úr treyjunni til að fagna. Því miður fyrir sóknarmanninn var hann kominn með gult spjald og fékk því sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Jeremie Frimpong bakvörður Liverpool skammaði Ekitike eftir atvikið og BBC greinir frá að starfsfólk félagsins hafi verið orðlaust yfir athæfinu, gegn Southampton úr B-deildinni í deildabikarnum.

Ekitiké verður ekki með Liverpool á útivelli gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem hann er nú kominn í leikbann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert