Ratcliffe fundaði með þjálfara

Sir Jim Ratcliffe.
Sir Jim Ratcliffe. AFP/Oli Scarff

Sir Jim Ratcliffe, einn af eigendum enska knattspyrnufélagsins Manchester United, fundaði með Gareth Southgate á dögunum.

Það er TBR Football sem greinir frá þessu en Ratcliffe sér um daglegan rekstur félagsins í dag eftir að hafa komið inn í eigendahópinn fyrir tveimur árum síðan.

Southgate hefur verið án starfs síðan hann hætti með enska landsliðið eftir að Evrópumótinu 2024 lauk í Þýskalandi í fyrra.

Rúben Amorim, núverandi stjóri United, þykir afar valtur í sessi þessa stundina eftir tap gegn Brentford, 3:1, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

United hefur ekki gengið vel á yfirstandandi tímabili og situr sem stendur í 14. sæti úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir fyrstu sex umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert