Stuðningsmenn Liverpool sitja eftir með sárt ennið

Flugfélagið Play ákvað að hætta allri starfsemi í morgun en …
Flugfélagið Play ákvað að hætta allri starfsemi í morgun en flugfélagið bauð upp á beint flug til Liverpool-borgar. Ljósmynd/Eyþór Árnason/Darren Staples

Fjöldi stuðningsmanna enska knattspyrnufélagsins Liverpool sitja eftir með sárt ennið eftir að flugfélagið Play ákvað að hætta allri starfsemi í morgun.

Þetta kom fram í Facebook-hópnum Stuðningsmenn Liverpool á Íslandi en Play var eina flugfélagið hér á landi sem bauð upp á beint flug til Liverpool-borgar.

Margir stuðningsmenn Liverpool hér á landi voru duglegir að nýta sér þjónustu Play til þess að horfa á sitt lið á Englandi en flugfélagið ákvað að fella niður öll flug frá og með deginum í dag.

Fyrir ykkur sem þurfið að hagræða flugferðum en eruð ekki vel að ykkur í valkostunum þá mælum við með EasyJet, Jet2 eða Icelandair til Manchester,“ segir meðal annars í tilkynningu í Facebook-hópnum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert