Austurríkismaðurinn næsti stjóri United?

Oliver Glasner er knattspyrnustjóri Crystal Palace.
Oliver Glasner er knattspyrnustjóri Crystal Palace. AFP/Glyn Kirk

Austurríski knattspyrnuþjálfarinn Oliver Glasner gæti orðið næsti stjóri Manchester United.

Manchester Evening News greinir frá að forráðamenn United hafi áhuga á að ráða Glasner ef Rúben Amorim fær reisupassann.

Á meðan lítið gengur hjá United hefur Glasner slegið í gegn hjá Palace. Liðið hefur leikið átján leiki í ensku úrvalsdeildinni án taps og er í þriðja sæti með 12 stig eftir sigurinn á Liverpool um helgina.

Þá varð Palace bikarmeistari á síðustu leiktíð. United er í 14. sæti deildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert