Knattspyrnuþjálfarinn Matt Beard fannst látinn á heimili sínu 20. september síðastliðinn. Andlátið hefur nú verið úrskurðað sem sjálfsvíg en Beard var 47 ára gamall þegar hann lést.
Undir hans stjórn varð Liverpool enskur meistari í kvennaflokki árin 2013 og 2014 og var hann ráðinn þjálfari liðsins aftur árið 2021, áður en hann var rekinn síðastliðinn febrúar.
Hann stýrði síðast kvennaliði Burnley en hann sagði upp í júní eftir tvö ár við stjórn.
Embætti landlæknis bendir á að mikilvægt sé að þeir sem glíma við sjálfsvígshugsanir segi einhverjum frá líðan sinni, hvort sem er aðstandanda eða hafi samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða á netspjalli 1717.is, við hjúkrunarfræðing í netspjalli á heilsuvera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-samtakanna s. 552-2218. Píeta-samtökin bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyrir aðstandendur þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir.
Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi bendir landlæknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-samtökunum í síma 552-2218.