Liverpool-goðsögnin gjaldþrota

John Barnes er gjaldþrota.
John Barnes er gjaldþrota. Ljósmynd/Liverpool

John Barnes, fyrrverandi knattspyrnumaður hjá Charlton, Newcastle, Liverpool og Watford, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota.

Barnes þénaði vel þegar hann var leikmaður en hann hefur áður tjáð sig um að það hafi reynst dýrkeypt að treysta röngum aðilum meðan á leikmannaferlinum stóð og tapaði hann þannig háum fjárhæðum.

Fyrirtæki hans skuldar 1,5 milljónir punda eða um 251 milljón króna. Barnes er 61 árs og hefur undanfarin ár unnið sem spekingur í sjónvarpi.

Barnes lék með Liverpool frá 1987 til 1997 og er af mörgum talinn einn besti leikmaður liðsins frá upphafi.

Hann varð tvisvar Englandsmeistari og tvisvar bikarmeistari með Liverpool-liðinu. Í 314 leikjum með Liverpool í öllum keppnum skoraði hann 84 mörk. Þá lék hann 79 landsleiki fyrir England. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert