Óttast að Amorim segi sjálfur upp

Það gengur lítið hjá Rúben Amorim þessa dagana.
Það gengur lítið hjá Rúben Amorim þessa dagana. AFP/Justin Tallis

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United óttast að Rúben Amorim stjóri liðsins segi upp en gengi liðsins hefur ekki verið gott eftir að Portúgalinn tók við.

I News greinir frá því að Amorim sé ekki hrifinn af pressunni og áreitinu sem fylgir starfinu og sérstaklega þegar illa gengur.

Sky Sports greindi frá því fyrr í vikunni að Amorim væri með stuðning innan félagsins en aðrir fjölmiðlar hafa orðað aðra stjóra við félagið.

The Mail greindi t.d. frá því að Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, væri á óskalista United. Þá hefur Gareth Southgate, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, einnig verið orðaður við starfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka