Arsenal og Manchester United unnu bæði 2:0-heimasigra í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Arsenal sigraði West Ham á Emirates-leikvanginum. Declan Rice skoraði á 38. mínútu eftir að skot frá Eberechi Eze var varið.
Bukayo Saka tvöfaldaði forskot Arsenal á 67. mínútu úr víti eftir að Jurrien Timber var tekinn niður innan teigs af Malick Diouf og urðu mörkin ekki fleiri.
Arsenal er í toppsæti deilddarinnar með 16 stig, stigi meira en Liverpool sem á leik til góða. West Ham er í 19. sæti með fjögur stig, einu stigi frá öruggu sæti.
Á Old Trafford í Manchester fékk United óskabyrjun gegn nýliðum Sunderland þegar Mason Mount skoraði á 8. mínútu eftir sending frá Bryan Mbeumo. Benjamin Sesko bætti við marki á 31. mínútu og var ekkert skorað í seinni hálfleik.
United er í áttunda sæti með tíu stig og Sunderland með ellefu stig í sjötta sæti.