Naumur sigur Tottenham á Elland Road

Mohammed Kudus sest niður eftir seinna mark Tottenham gegn Leeds.
Mohammed Kudus sest niður eftir seinna mark Tottenham gegn Leeds. AFP/Oli Scarff

Tottenham hafði betur gegn Leeds United, 2:1, á Elland Road í Leeds í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. 

Tottenham er því í 2. sæti deildarinnar með 14 stig eftir sjö leiki á meðan Leeds er í 12. sæti með átta stig.

Þetta er fyrsti tapleikur Leeds á Elland Road í meira en ár.

Bæði lið byrjuðu af krafti og það voru leikmenn Leeds sem fengu hættulegri færi til að byrja með. 

Það var hins vegar á 23. mínútu þegar Mohammed Kudus kom boltanum á Mathias Tel framarlega á vellinum. Tel tók við boltanum og lagði af stað og reyndi síðan skot fyrir utan teig. Skotið fór af varnarmanni og söng í netinu og Tel fagnaði sínu fyrsta marki fyrir Tottenham í úrvalsdeildinni, 0:1.

Ekki löngu eftir mark Tel sótti Leeds að marki Tottenham. Þá kom skot fyrir utan teig sem 

Guglielmo Vicario varði vel úti í teig. Þar var hins vegar Noah Okafor sem var einn og yfirgefinn eftir að Destiny Udogie sofnaði á verðinum. Okafor kom boltanum þægilega í markið og jafnaði metin, 1:1.

Noah Okafor jafnaði metin fyrir Leeds.
Noah Okafor jafnaði metin fyrir Leeds. AFP/Oli Scarff

Á 57. mínútu skallaði Pedro Porro boltann á Kudus sem tók af stað í átt að teignum. Hann hljóp inn á völlinn áður en hann reyndi skot í nærhornið sem plataði Karl Darlow, markmann Leeds, upp úr skónum og boltinn small í netinu, 1:2.

Frábært skot Kudus söng í netinu.
Frábært skot Kudus söng í netinu. AFP/Oli Scarff

Bæði lið héldu áfram að sækja í leit að öðru marki, sem kom ekki og sigur Tottenham var niðurstaðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert