Postecoglou stefnir á met

Strax kominn pressa á Postecoglou sem knattspyrnu stjóri Nottingham Forrest.
Strax kominn pressa á Postecoglou sem knattspyrnu stjóri Nottingham Forrest. AFP/Henry Nicholls

Ange Postecoglou stefnir á það að slá nýtt met sem knattspyrnustjóri Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 

Ange hefur aðeins verið við störf í 25 daga og eftir agalega byrjun greinir the Times frá því að Ástralinn sé strax í hættu á að verða vikinn úr starfi, sérstaklega ef Forrest skyldi tapa gegn Newcastle á morgun.

Ef svo gerist yrði Ange sá knattspyrnustjóri sem entist styst í starfi í sögu deildarinnar.

Ange hefur stýrt liðinu í sex leikjum þar sem liðið hefur tapað fjórum sinnum og gert tvö jafntefli.

Núverandi methafinn er Les Reed sem entist í 41 dag sem knattspyrnustjóri Charton Athletic á tímabilinu 2006-2007. 

Nottingham Forrest heimsækir Newcastle á morgun klukkan 13:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert