Samkvæmt nýrri könnun enska miðilsins the Athletic er Manchester United efst á lista í að skapa sér marktækifæri en langverst að nýta sér þau.
United hefur farið illa af stað á þessari leiktíð þar sem rauðu djöflarnir sitja í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins sjö stig eftir sex leiki. Einn helsti vandi þeirra er skotnýting marktækifæra en United hefur aðeins skorað sjö mörk í þessum leikjum.
Hins vegar vekur the Athletic athygli á því að Manchester United er það lið sem hefur hæsta xG (e. expected goals) af öllum liðum deildarinnar eða 12,3.
Þetta þýðir að Manchester United ætti að hafa skorað fimm fleiri mörk en það hefur gert til þessa og er því á botninum á þessum lista hjá the Athletic.
Aftur á móti er Tottenham efst á listanum þar sem liðið hefur skorað fjórum mörkum meira en það á að hafa gert samkvæmt xG tölfræðinni.
Manchester United tekur á móti Sunderland klukkan 14:00 í dag.
