Wissa frá í fjórar vikur til viðbótar

Yoane Wissa þarf að bíða aðeins lengur eftir sínum fyrsta …
Yoane Wissa þarf að bíða aðeins lengur eftir sínum fyrsta leik með Newcastle. AFP/JUSTIN TALLIS

Sky Sports og hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano greina frá því að Yoane Wissa, leikmaður Newcastle, verði frá í að minnsta kosti fjórar vikur til viðbótar vegna hnémeiðsla.

Yoane Wissa kom til Newcastle frá Brentford rétt undir lok félagaskiptagluggans en var þá að glíma við hnémeiðsli og átti að snúa aftur um miðjan október, eða beint eftir landsleikjahléið.

Bataferlið gengur hins vegar fremur brösuglega og er ljóst að hann verður frá í fjórar vikur til viðbótar og mun ekki koma til sögu hjá Newcastle fyrr en um miðjan nóvember.

Newcastle hefur ekki staðist væntingar á þessari leiktíð og situr í 15. sæti með sex stig eftir sex leiki og er því mikill skellur að Wissa geti ekki verið með liðinu á þessari stundu.

Newcastle tekur á móti Nottingham Forrest á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert