Með spelkur utan um hné

Ødegaard fór af velli eftir aðeins 30 mínútur gegn West …
Ødegaard fór af velli eftir aðeins 30 mínútur gegn West Ham í gær. AFP/Henry Nicholls

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, tjáði sig um heilsu Martin Ødegaard í viðtali eftir leik Arsenal gegn West Ham í gær. 

Ødegaard fór af velli eftir aðeins 30 mínútur vegna hnémeiðsla þegar markalaust var í leiknum. Arteta sagði eftir leik að meiðslin litu ekki vel út og Normaðurinn væri kominn með spelkur utan um hnéið sitt. Ekki er komið fram hversu alvarleg meiðslin eru eða hve lengi hann verður frá. 

Ødegaard missti af þremur leikjum í september vegna  axlameiðsla og er það því mikill skellur fyrir Arsenal, sem situr nú í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, að missa fyrirliða sinn aftur.

Næsti leikur Arsenal er eftir landsleikjahléið gegn Fulham.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert