Steve Bruce rekinn

Steve Bruce fékk reisupassann í gær.
Steve Bruce fékk reisupassann í gær. AFP

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Blackpool hafa rekið gamla refinn Steve Bruce frá störfum.

Tapið gegn AFC Wimbledon á heimavelli, 2:0, í gær reyndist kornið sem fyllti mælinn. Blackpool hefur tapað sjö leikjum af síðustu ellefu og er liðið í næstneðsta sæti C-deildarinnar á Englandi.

Bruce, sem er 64 ára, tók við Blackpool á síðasta ári. Hann hefur m.a. stýrt Sunderland, Hull, Aston Villa, Newcastle og West Brom í úrvalsdeildinni.

Hann var afar sigursæll hjá Manchester United sem leikmaður á árunum 1987 til 1996.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert