Verður ekki með landsliðinu

Martin Ødegaard í leik með Arsenal.
Martin Ødegaard í leik með Arsenal. AFP/Benjamin Cremel

Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal og norska landsliðsins, hefur dregið sig úr landsliðshóp Noregs sem leikur í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í næstu viku.

Arsenal gaf frá sér yfirlýsingu þar sem félagið staðfesti að fyrirliðinn væri með skaddað liðband í vinstra hné og var því neyddur til að draga sig úr landsliðshópnum.

Var það gert til þess að rannsaka meiðslin betur og hefja meðferð sem kemur honum aftur á völlinn sem fyrst. 

Enn er ekki komið fram hversu lengi Normaðurinn verður frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert