Við stöndum með Amorim

Leikmenn United standa með Amorim þrátt fyrir erfiða byrjun.
Leikmenn United standa með Amorim þrátt fyrir erfiða byrjun. AFP/Paul Ellis

Mason Mount sagði að leikmenn Manchester United stæðu með Rúben Amorim eftir sigur 2:0 sigur gegn Sunderland í gær.

Mikið er rétt um stöðu Amorim sem knattspyrnustjóra United þar sem liðið hefur átt erfitt með að vinna leiki undir hans stjórn. United hefur til að mynda bara unnið 20 leiki af 50 og ekki unnið tvö leiki í röð frá því að hann tók við liðinu í nóvember árið 2024.

Mason Mount sagði hins vegar að liðið treysti á Portúgalann þrátt fyrir þessa erfiðu byrjun:

„Við stöndum með þjálfara okkar. Við styðjum Amorim 100%. Við höfum átt nokkur erfið úrslit sem hafa verið sársaukafull fyrir liðið, starfsfólkið og aðdáendurna, en þetta var virkilega mikilvægur sigur í dag.”

Eins og stendur er Manchester United í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 10 stig eftir sjö leiki og mætir Liverpool í næstu umferð

 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka