Enn músagangur á Old Trafford

Mynd af músinni í bjórglasi á Old Trafford á laugardag.
Mynd af músinni í bjórglasi á Old Trafford á laugardag. Ljósmynd/@RejectedBook

Stuðningsmaður Sunderland fann mús á Old Trafford, heimavelli Manchester United, meðan á leik liðanna stóð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla á laugardag.

Undir lok síðasta árs var greint frá því að músagangur herjaði á leikvanginn og í maí síðastliðnum skýrði Daily Mail frá því að músaskítur hefði fundist á sjö mismunandi stöðum á leikvanginum.

Vandamálið er því enn til staðar á stærsta leikvangi ensks félags, sem er einungis með tvo af fimm í einkunn fyrir hreinlæti samkvæmt úttekt heilbrigðisyfirvalda í Manchester á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert