Knattspyrnumaðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, hefur dregið sig úr norska landsliðshópnum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrri hálfleik í 2:0-sigri á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.
Ödegaard þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik þriðja byrjunarliðsleikinn í röð hjá Arsenal.
Hann hefur glímt við axlarmeiðsli að undanförnu en að þessu sinni meiddist Ödegaard á hné. Arsenal tilkynnti í gær að Norðmaðurinn hafi meiðst á liðbandi í vinstra hné.
Ekki liggur fyrir hversu lengi hann verður frá en Ödegaard mun að kosti missa af leikjum Noregs gegn Ísrael í undankeppni HM 2026 þann 11. október og vináttuleik gegn Nýja-Sjálandi þremur dögum síðar.