Wataru Endo, miðjumaður Liverpool, hefur dregið sig úr landsliðshópi Japans fyrir vináttuleiki gegn Paragvæ og Brasilíu síðar í mánuðinum vegna meiðsla.
Endo kom inn á sem varamaður undir lokin í 2:1-tapi fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardag og virðist ekki hafa komist heill frá þeim leik.
Í tilkynningu frá Liverpool kemur ekki fram um hvers lags meiðsli er að ræða og þá ekki hvort þau séu alvarleg.
Endo er fyrirliði Japans, sem hefur þegar tryggt sér sæti á HM 2026 fyrir margt löngu.
